MINNINGARSJÓÐUR BRYNDÍSAR KLÖRU

Um Bryndísi Klöru

Bryndís Klara Birgisdóttir

Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024.

Bryndís Klara var yndisleg stelpa, frábær vinkona og heittelskuð af foreldrum sínum, litlu systur og öllum ættingjum hennar.

Bryndís var 17 ára og nýbyrjuð á öðru ári í Verzlunarskóla Ísland. Áður hafði Bryndís verið í Salaskóla frá upphafi skólagöngu.

Markmið sjóðsins

Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.

Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig.

Samkennd

Samvinna

Vernd barna

Stjórn minningarsjóðsins

  • Guðrún Inga Sívertsen, formaður
  • Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
  • Guðni Már Harðarson
  • Iðunn Eiríksdóttir
  • Birgir Karl Óskarsson
  • Riddarar kærleikans

    Minningarsjóður Bryndísar Klöru starfar með Riddurum kærleikans.

    Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir hafði frumkvæði að halda svokallaðan kærleikshring á Bessastöðum með það að markmiði að efla kærleik í samfélaginu og hlúa betur að börnum sem búa við ofbeldi. Riddarar kærleikans voru settir á laggirnar í kjölfarið en um er ræða hreyfingu fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum, þvert á kynslóðir og hópa.

    Riddarar kærleikans hrundu Kærleiksherferð af stað þann 11. júní til söfnunar fyrir Bryndísarhlíð, sem verður úrræði fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.


    merki Riddarar kærleikans

    Fréttir og tilkynningar

    Nýjustu fréttir og tilkynningar um starfsemi Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.

    Góðgerðarhlaup Reykjavíkurmaraþons 2025 fyrir MBK
    25. mars 2025

    Hlaupum saman - Reykjavíkurmaraþon 2025

    Vinkonur Bryndísar standa að baki og skipuleggja glaðning fyrir alla þá sem hlaupa til styrktar Minningarsjóðnum.

    Lesa meira
    Úthlutun úr Minningarsjóði Bryndísar Klöru
    3. febrúar 2025

    Fyrsta úthlutun úr sjóðnum

    Fyrsta úthlutun úr Minningarsjóði Bryndísar Klöru var kynnt á afmælisdegi Bryndísar þann 2. febrúar.

    Lesa meira
    Bryndís Klara kosin manneskja ársins
    1. janúar 2025

    Bryndís Klara valin manneskja ársins á RÚV

    Hlustendur Rásar 2 kusu Bryndísi Klöru sem manneskju ársins 2024. Hún var hetja sem mun bjarga mörgum mannslífum.

    Lesa meira

    Fylgist með okkur

    Fylgist með fréttum af sjóðnum á þessari síðu og á samfélagsmiðlum.

    Úthlutanir 2025

    Stjórn Minningarsjóðs Bryndísar Klöru hefur lokið við val á þeim verkefnum sem hljóta styrk úr sjóðnum fyrir árið 2025. Markmið sjóðsins er að stuðla að samfélagi þar sem samkennd, samvinna og jákvæð samskipti eru í forgrunni, með áherslu á forvarnir gegn ofbeldi meðal barna og ungmenna.

    Kári Einarsson og Embla Bachmann

    Gerð fræðsluefnis til dreifingar

    Gerð myndefnis og fræðsluefnis sem er sniðið að öllum aldurstigum grunnskólanemenda til að efla samstöðu og samkennd. Mynd- og fræðsluefnið verður byggt á markmiðum sjóðsins og miðar að því að koma jákvæðum áhrifum á aðgengilegt form fyrir börn og unglinga.

    KFUM & KFUK

    Kærleiksnámskeið

    Viðburðir á námskeiðum með fræðslu, hópefli og verkefnum sem stuðla að samkennd og sjálfsstyrkingu. Nemendur útskrifast sem „Riddarar kærleikans" og berast boðskap umhyggju og jákvæðra samskipta.

    Klébergsskóli o.fl

    Sautján myndir

    Ljósmyndasýning með sautján myndum sem tengjast samkennd og samvinnu, til að dýpka skilning barna og ungmenna á gildi jákvæðra samskipta. Sýningin mun þróast og flytjast milli skóla.

    Vinkonur Bryndísar Klöru

    Viðburður í Reykjavíkurmaraþoninu

    Styrkur til að standa straum af kostnaði við vörur sem merktar verða til minningar um Bryndísi Klöru, ásamt skipulagningu viðburða í aðdraganda RMÍ 2025 og stuðningi við þá sem hlaupa til styrktar sjóðnum.

    Örninn líknarfélag

    Sumarúrræði fyrir börn

    Styrkur til að styðja við úrvinnslu og sumarúrræði fyrir börn sem hafa misst ástvini, meðal annars með listasmiðjum, sorgarhópum og fjölskylduþjónustu.